Yfirlýsing um friðhelgi einkalífs

Þessi vefsíða (hér eftir nefnd „Vefsíðan“) er rekin af Bayer AB (hér eftir „við“). Til að fá frekari upplýsingar um rekstraraðila Vefsíðunnar, vinsamlegast skoðið ritstjórnarupplýsingar okkar.

A. Meðferð persónuupplýsinga

Hér á eftir viljum við veita þér upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar þegar þú notar Vefsíðu okkar. Nema annað sé tekið fram í eftirfarandi köflum, byggir lagagrunnurinn fyrir meðferð persónuupplýsinga þinna, á því að slík meðferð sé nauðsynleg til að veita þér aðgang að þeirri virkni Vefsíðunnar sem þú óskar eftir.

I. Notkun Vefsíðu okkar

1. Aðgangur að vefsíðu okkar

Þegar þú opnar Vefsíðuna okkar sendir vafrinn þinn ákveðin gögn til netþjónsins okkar. Þetta er gert í tæknilegum tilgangi og nauðsynlegt til að þú fáir aðgang að þeim upplýsingum sem þú óskar eftir. Til að þú fáir aðgang að Vefsíðunni er eftirfarandi gögnum safnað, þau geymd í stuttan tíma og notuð:

 • IP-númer
 • dagsetning og tími aðgangs
 • tímamunur frá staðartíma Greenwich (GMT)
 • efni sem óskað er eftir (sérstök síða)

 

 • staða aðgangs/HTTPstöðukóði
 • umfang gagnaflutnings
 • vefsíða sem óskar aðgangs
 • vafri, tungumálastillingar, útgáfa stýrikerfis, vafrahugbúnaðar og yfirborðs

 

 Auk þess, til að verja löglega hagsmuni okkar, munum við vista slík gögn í takmarkaðan tíma í því skyni að geta rakið persónuupplýsingar ef um óleyfilegan aðgang að netþjónum okkar er að ræða eða tilraunir til hans.

2. Stillingar vafrakakna

a) Hvað eru vafrakökur?

Þessi vefsíða notar svokallaðar „vafrakökur“. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem eru geymdar í minninu á tölvunni þinni í gegnum vafrann þinn. Þær geyma tilteknar upplýsingar (t.d. tungumálastillingar þínar eða síðustillingar) sem vafrinn þinn getur (allt eftir líftíma vafrakökunnar) endursent til okkar þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar næst.

b) Hvaða vafrakökur notum við?

Við greinum á milli tveggja flokka af vafrakökum: (1) virknikökur, en án þeirra væri virkni Vefsíðunnar okkar minni, og (2) valfrjálsar kökur sem notaðar eru til vefsíðugreiningar og í markaðstilgangi. Í eftirfarandi töflum eru ítarlegar lýsingar á þeim vafrakökum sem við notum:

Virknikökur


Valfrjálsar kökur

c) Krefst samþykkis þíns

Við notum aðeins valfrjálsar kökur ef þú hefur samþykkt það. Við fyrstu komu á Vefsíðuna okkar birtist borði sem biður þig að samþykkja stillingar valfrjálsra kakna. Ef þú samþykkir það vistum við köku á tölvunni þinni og borðinn birtist ekki aftur svo lengi sem kakan er virk. Eftir að kakan rennur út eða ef þú eyðir kökunni birtist borðinn aftur næst þegar þú heimsækir Vefsíðuna okkar og biður um samþykki þitt.

d) Hvernig koma má í veg fyrir notkun vafrakakna

Auðvitað getur þú notað Vefsíðuna okkar án þess að kökur séu notaðar. Í vafranum þínum geturðu hvenær sem er stillt notkun kakna eða algerlega afvirkjað hana. Þetta getur, samt sem áður, dregið úr virkni eða haft áhrif á hve notendavæn Vefsíðan okkar er. Þú getur hvenær sem er hafnað notkun valfrjálsra kakna með því að nota viðeigandi neitunarstillingu sem fram kemur í töflunni hér að ofan.

3. Vefsíðugreining

Á Vefsíðu okkar notum við Google Analytics, vefgreiningarþjónustu Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, United States (“Google”).

Google greinir notkun þína á Vefsíðu okkar fyrir okkar hönd. Í þessu skyni notum við vafrakökurnar sem lýst er nánar í töflunni hér að ofan. Upplýsingarnar sem Google safnar í tengslum við notkun þína á vefsíðu okkar (t.d. vefslóðin sem vísaði á hana, þær vefsíður okkar sem þú hefur heimsótt, vafragerð, tungumálastillingar þínar, stýrikerfi þitt, skjáupplausn þín) verða sendar til netþjóns Google í Bandaríkjunum þar sem þær eru geymdar og greindar. Viðkomandi niðurstöður eru svo aðgengilegar okkur á ópersónugreinanlegu formi. Notkunargögn þín eru ekki tengd IP-númerinu þínu við þessa vinnslu. Á Vefsíðunni okkar höfum við virkjað aðgerð frá Google sem gerir IP-númer ógreinanleg, en hún eyðir síðustu 8 bitunum (gerð IPv4) eða síðustu 80 bitunum (gerð IPv6) í IP-númerinu þínu. Auk þess er Google viðurkennt samkvæmt samkomulagi ESB og BNA til varnar friðhelgi einkalífsins (EU-US Privacy Shield), sem tryggir viðunandi gagnavernd við vinnslu gagnanna hjá Google í Bandaríkjunum.

Þú getur afturkallað samþykki þitt til notkunar vefgreiningar hvenær sem er, annað hvort með því að hlaða niður og setja upp vafraviðbót Google, sem veitt er, eða með því að stjórna hvað þú samþykkir í ofangreindri töflu, en þá verður afþökkunarkaka vistuð. Báðar leiðirnar koma aðeins í veg fyrir beitingu vefgreiningar svo lengi sem þú notar vafrann sem þú settir viðbótina upp á og eyðir ekki afþökkunarkökunni.

Frekari upplýsingar um Google Analytics er að finna í Notkunarskilmálum, Leiðbeiningum um friðhelgi og gagnavernd Google Analytics (Privacy and Data Protection Guidelines of Google Analytics) og í Persónuverndarstefnu Google (Google Privacy Policy).

4. Notkun samskiptaeyðublaða

Þú getur haft samband við okkur beint í gegnum samskiptaeyðublaðið á Vefsíðunni okkar. Einkum getur þú veitt okkur eftirfarandi upplýsingar:

 • Netfang, nafn, skilaboð

Við söfnum, vinnum og notum upplýsingarnar sem þú veitir á samskiptaeyðublöðum aðeins til að vinna úr beiðni þinni.

5. Ytri þjónusta eða efni á Vefsíðu okkar

Við nýtum okkur þjónustu og/eða efni frá þriðja aðila á Vefsíðunni okkar. Þegar þú notar þjónustu þriðja aðila eða þegar efni frá þriðja aðila birtist, fara samskiptagögn milli þín og viðkomandi aðila af tæknilegum orsökum.

Sá sem veitir viðkomandi þjónustu eða efni getur einnig unnið með gögnin þín í eigin þágu. Við höfum, eftir bestu vitund, stillt þjónustuna og efnið frá aðilum, sem vitað er til að vinni gögn í eigin þágu, þannig að annaðhvort er lokað á samskipti í öðrum tilgangi en að birta þjónustuna eða efnið á Vefsíðunni okkar, eða samskiptin fara aðeins fram eftir að þú hefur samþykkt þjónustuna sérstaklega. Samt sem áður, þar sem við höfum enga stjórn á þeim gögnum sem safnað er og unnið er með af þriðja aðila, getum við ekki veitt bindandi upplýsingar um umfang og tilgang slíkrar vinnslu gagna þinna.

Til að fá frekari upplýsingar um umfang og tilgang slíkrar söfnunar og vinnslu gagna þinna, vinsamlegast skoðið yfirlýsingar um friðhelgi einkalífs hjá þeim aðilum sem við nýtum þjónustu og/eða efni frá og bera ábyrgð á vernd gagna þinna í þessu samhengi:

 • Youtube myndbönd

6. Upplýsingar um hliðarverkanir og kvartanir um gæði

Þessi Vefsíða er ekki ætluð eða hönnuð til samskipta varðandi aukaverkanir, skorti á verkun lyfja, villur í lyfjagjöf, vörur á gráum markaði/fölsuð lyf, ranga notkun eða notkun sem ekki er ætlast til, gæðakvartanir og/eða önnur mál sem varða öryggi eða gæði Bayer vara. Ef þú vilt tilkynna aukaverkun eða kvarta yfir gæðum, vinsamlegast hafðu samband við lækni þinn, apótek eða Lyfjastofnun, www.lyfjastofnun.is.

Ef þú, samt sem áður, tilkynnir til okkar óæskilegar aukaverkanir eða önnur mál sem varða öryggi eða gæði vara frá Bayer, ber okkur lagaleg skylda til að meðhöndla tilkynninguna þína og gætum þurft að hafa samband við þig til að fá nánari lýsingu. Í framhaldinu gætum við þurft að láta viðkomandi heilbrigðisyfirvöld vita um þau atriði sem þú tilkynntir um. Í þessu samhengi verða upplýsingarnar þínar sendar áfram á dulkóðuðu formi, þ.e. engar upplýsingar sem hægt er að þekkja þig á verða sendar áfram. Við gætum líka þurft að senda þessar dulkóðuðu tilkynningar til fyrirtækja í hópnum okkar og samstarfsaðila, þar sem þeim gæti einnig borið skylda til að láta viðkomandi heilbrigðisyfirvöld hjá sér vita.

II. Flutningur gagna til vinnslu í okkar umboði

Við vinnslu gagnanna þinna notum við í einhverjum mæli verktaka með sérhæfða þjónustu. Slíkir verktakar eru valdir af kostgæfni og falla undir reglubundið eftirlit okkar. Á grundvelli viðeigandi gagnavinnslusamninga, vinna þeir aðeins með persónuupplýsingar þegar við óskum eftir því og í fyllsta samræmi við fyrirmæli okkar.

III. Vinnsla gagna utan ESB / EES

Vinnsla gagna þinna mun að hluta til einnig fara fram í löndum utan Evrópusambandsins („ESB“) og Evrópska efnahagssvæðisins („EES“) sem gætu haft lægri staðla um persónuvernd en Evrópulönd. Í slíkum tilfellum munum við tryggja að gögnin þín hljóti viðunnandi vernd, t.d. með því að semja sérstaklega við samstarfsaðila okkar eða óska eftir samþykki þínu sérstaklega til slíkrar vinnslu.

B. Upplýsingar um rétt þinn

Samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum hefur þú, almennt séð, eftirfarandi rétt:

 • Rétt til að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar við geymum;
 • Rétt til að óska eftir að persónuupplýsingar þínar verði leiðréttar, þeim eytt eða vinnsla þeirra takmörkuð;
 • Rétt til að andmæla vinnslu af ástæðum er snerta lögmæta hagsmuni okkar, almenna hagmuni eða gerð persónusniðs, nema við getum sannað að til staðar séu mikilvægar, réttmætar ástæður sem ganga framar þínum hagsmunum, rétti og frelsi eða að slík vinnsla fari fram í því skyni að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur;
 • Rétt til flytja eigin gögn;
 • Rétt til að senda kvörtun til gagnaverndaryfirvalda;
 • Þú getur hvenær sem er, afturkallað samþykki þitt til söfnunar, vinnslu og notkunar persónuupplýsinga þinna og gildir það þá eftirleiðis. Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast skoðið kaflana hér að ofan sem lýsa gagnavinnslu sem byggir á samþykki þínu.

Ef þú vilt nýta þér rétt þinn, vinsamlegast beindu beiðni þinni til tengiliðsins hér að neðan. (-> C.).

C. Samskipti

Hafirðu spurningar varðandi gagnaleynd, skaltu vinsamlegast nota meðfylgjandi samskiptaeyðublað eða hafa samband við gagnaverndarfulltrúann í fyrirtæki okkar í eftirfarandi heimilisfangi:

Group Data Protection Officer
Bayer AG
51368 Leverkusen

D. Breyting á yfirlýsingu um friðhelgi einkalífs

Við og við uppfærum við yfirlýsingu okkar um friðhelgi einkalífs. Uppfærslur á yfirlýsingum okkar um friðhelgi einkalífs eru birtar Vefsíðu okkar. Allar breytingar ganga í gildi við birtingu á Vefsíðu okkar. Við mælum því með að þú heimækir síðuna reglulega til að þú sért upplýst/ur um mögulegar uppfærslur.

Síðast uppfært: 24.10.2017

Top