Einkenni exems í húðfellingum

Exem í húðfellingum er algeng sveppasýking sem kemur fram milli húðfellinga vegna raka, núnings og skorts á loftun. Exem í húðfellingum lýsir sér oftast sem rauð útbrot á húð. Því miður geta daglegar athafnir eins og að svitna í líkamsrækt eða það að hlaupa á eftir strætó orðið kveikjan að því að slík húðerting komi fram. Þetta getur valdið óþægindum og verið óþægilegt en best er að hefja meðferð eins fljótt og auðið er.

Flestir fá einkenni eins og:

  • Rauð útbrot sem eru hreistruð við jaðar
  • Sviða í húð
  • Brunatilfinningu í húð
  • Skaddaða húð (milli fingra eða táa).
  • Blöðrur
  • Vonda lykt

Ái!

Ekki er víst að regluleg notkun rakakrems dugi til að losna við óþægindi eins og exem í húðfellingum. Smelltu hér til að lesa meira um hvernig meðhöndla á exem í húðfellingum.

Top