Hvað er exem í húðfellingum?

Exem í húðfellingum (Candidal intertrigo eða intertrigo á fræðimáli) er bólga í yfirborði húðar sem oft er sýkt af Candida gersvepp og bakteríum. Oftast lýsir þetta sér sem rauð útbrot á húðinni. Candida sveppurinn getur fjölgað sér þegar aðstæður eru honum hagstæðar, t.d. við svita í fellingum eða þegar meiri hiti eða raki er á ákveðnu húðsvæði en vanalega.

Exem í húðfellingum kemur yfirleitt fram á svæðum þar sem húð nuddast saman og þar sem loftflæði er skert, svo sem undir höndum, í hnésbótum, undir brjóstum, í nára, milli húðfellinga á kvið og milli fingra og táa.
Exem í húðfellingum kemur oftar fram hjá einstaklingum með sykursýki.

Sviti!

Exem í húðfellingum er algengt yfir sumarmánuðina og meðal fólks sem stundar íþróttir.

Top