Lyf til meðferðar við exemi í húðfellingum

Ef þú meðhöndlar exem í húðfellingum eins fljótt og auðið er, ættu óþægindin að hverfa fljótt. Meðferð með sveppakremi er einföld og auðveld leið til að meðhöndla exem í húðfellingum. Þessi lyf vinna á óþægilegum einkennum eins og kláða.

Canesten krem

Canesten krem

Canesten® krem er lyf sem fæst án lyfseðils og verkar á sveppi sem venjulega valda sýkingunni.

Virka efnið klótrímazól verkar samtímis á þrjár sveppategundir, gersveppi, myglusveppi og húðsveppi. Þar að auki stuðlar lyfið að því að minnka bólgusvörun.

Berið Canesten krem á í þunnu lagi tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Mikilvægt er að þvo og þurrka vel á milli tánna áður en kremið er borið á. Einkenni hverfa oft eftir nokkra daga, en mikilvægt er að hætta ekki meðferð of snemma. Hafið samband við lækni ef einkenni hafa ekki lagast eftir 4 vikur.

Canesten á ekki að nota fyrir börn yngri en 12 ára. Ekki á að hefja meðferð án ráðlegginga frá lækni ef þú ert á aldrinum 12 til 15 ára til að útiloka aðrar orsakir einkenna. Canesten krem inniheldur cetósterýlalkóhól sem getur valdið húðviðbrögðum.

Nota á Canesten með varúð á meðgöngu, einkum á fyrsta þriðjungi og skal notkun aðeins vera samkvæmt læknisráði.

Aukaverkanir: Sjaldgæfar (færri en 1 af hverjum 100): útbrot, brunatillfinning/sviði, erting eða óþægindi.

Mælt er með að halda meðferðinni áfram í viku eftir að einkenni sveppasýkingarinnar hverfa til að koma í veg fyrir að sýkingin taki sig upp á ný.

Frekari upplýsingar má finna á www.serlyfjaskra.is.

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Hafið samband við lækni ef einkenni lagast ekki eða versna.

Top