Einkenni fótsvepps

Fótsveppur er algengur húðsjúkdómur – allt að sjö af hverjum tíu fá fótsvepp einhvern tímann á ævinni. Slíkar sýkingar eru vissulega bæði óþægilegar og smitandi en það skiptir máli að hefja meðferð eins fljótt og hægt er.

Flestir fá einkenni eins og:

  • Kláða og sviða í tám og á fótum.
  • Hreistraða, mjög þurra, sprungna eða flagnandi húð.
  • Sprungna, lausa og hvíta húð milli tánna
  • Sprungna húð á iljum eða hælum
  • Blöðrur

Áttu í erfiðleikum með gang?

Fótsveppur byrjar yfirleitt á milli tánna en getur einnig komið á iljar, hæla og til hliðar á fótum.

Top