Til að fyrirbyggja fótsvepp

Það eru til nokkur góð ráð til að koma í veg fyrir fótsvepp (og aðrar sveppasýkingar, t.d. naglsvepp). Að halda fótunum hreinum og þurrum er mikilvægast og ætti að vera efst á listanum.

Góð ráð:

Forðist að ganga um berfætt í almenningsbúningsklefum, sturtum og á sundstöðum. Notið baðtöfflur eða sandala.

Þurrkið ávallt fæturna vel, sérstaklega á milli tánna.

Farið í hreina sokka á hverjum degi – skiptið um sokka ef það er heitt í veðri eða eftir æfingu.

Veljið frekar sokka úr bómullarefni eða ull heldur en úr gerviefnum.

Farið úr skónum heima og leyfið fótunum að „anda“.

Notið sandala þegar hægt er og notið skó úr náttúrulegum efnum, eins og leðri eða taui.

Þvoið handklæði oft og ekki deila handklæðum með öðrum.

Smit

Fótsveppur er mjög smitandi og hafir þú slíkan svepp skaltu sýna öðrum tillitssemi. Ef þú hylur fæturna forðast þú að smita aðra. Ráðlegt er að deila ekki fatnaði, skóm, handklæðum eða sængurfatnaði með öðrum. Ekki nota sama handklæði fyrir fætur og líkama. Þvoðu ávallt hendurnar eftir að hafa borið krem eða annað á sýkt svæði. Þannig kemur þú í veg fyrir að sýkingin breiðist til annarra líkamshluta. Þú ættir að upplýsa fjölskylduna þína um að þú sért með fótsvepp svo að þau hugi að því að þvo sér reglulega og viðhafa sömu varúðarráðstafanir.

Vissir þú..

... sveppasýking í húð er ein af tíu algengustu sýkingum í heiminum!

Top