Hvað er fótsveppur?

Fótsveppur (tinea pedis á fræðimáli) er almenna heitið á húðsýkingu á fótum eða tám sem er af völdum sveppa úr fjölskyldu húðsveppa (dermatophytes). Húðsveppir þrífast í hlýju og röku umhverfi, eins og búningsklefum, sturtuklefum, í skóm og sokkum. Þess vegna þrífast þeir á fótunum, þar sem aðstæður eru hagstæðar. Fótsveppur er venjulega á milli tánna en getur einnig myndast á iljum og á hælum.

Sýkingin sjálf orsakast af húðsveppum en aðrir gersveppir og bakteríur geta einnig valdið einkennum svo sem illa lyktandi fótum.

Fótsveppur er mjög smitandi og smitast auðveldlega með húðsnertingu eða við snertingu við smitað yfirborð eða hluti. Að deila smituðum hlutum eins og handklæðum, lökum eða fatnaði getur aukið smithættu. Almennings sturtuklefar, sundlaugar og búningsklefar eru algengir staðir þar sem fótsveppur smitast milli manna.

Þar sem fótsveppur smitast auðveldlega, getur húðsveppurinn dreift sér í aðra líkamshluta og valdið sveppasýkingum, t.d. í nára. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar um varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu fótsvepps.

Gaman að hitta þig?

Hafið hugfast að fótsveppur smitast auðveldlega með húðsnertingu.

Top