Meðferð við fótsvepp

Gott er að byrja meðferð eins fljótt og mögulegt er eftir að einkenna verður vart.

Hægt er að fá lyf án lyfseðils við fótsvepp sem borin eru beint á húðina. Þessi lyf virka á algengustu sveppi sem valda sýkingum í húð, þ.á m. húðsveppi. Þau eru auðveld í notkun, ganga vel inn í húðina og draga úr einkennum.

Fótsveppur er sýking sem getur versnað ef bakteríur eða gersveppir sem eru að jafnaði á fótum fjölga sér. Ef slíkt gerist þarf meðhöndlun sem vinnur á öllum sýkingavöldum. Virku innihaldsefnin sem lýst er hér að neðan eru notuð við fótsvepp:

  • Klótrímazól – er virkt gegn sveppum og hefur einnig ákveðna bakteríuhemjandi eiginleika.
  • Hydrókortisón – er mildur steri sem er oft notaður með klótrímazóli eða öðrum sveppalyfjum til að meðhöndla einkenni líkt og bólgna og auma fætur.

Canesten krem inniheldur klótrímazól. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar.

Hvenær er þörf að leita til læknis?

Leitaðu til læknis ef þú ert óviss um greiningu og ef einkenni hverfa ekki að meðferð lokinni. Ef þú ert barnshafandi eða aldraður/öldruð, getur verið að það henti ekki að nota sveppalyf, heldur skaltu leita ráða hjá lækni.

Athugið!

Þótt einkenni sveppasýkingar séu ekki lengur til staðar er mikilvægt er að ljúka meðferð til að tryggja að sýkingin sé upprætt.

Top