Algengar spurningar um fótsvepp

Hvernig meðhöndla ég fótsvepp?

Fótsveppur er mjög algeng húðsýking af völdum sveppa. Hægt er að meðhöndla sýkinguna með sveppaeyðandi kremi sem fæst án lyfseðils í apóteki. Í erfiðari tilfellum getur þurft aðra meðferð. Kremið er borið beint á smitað svæði. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar um lyf við fótsvepp.

Hverfur fótsveppurinn af sjálfu sér ef ekkert er gert?

Því miður ekki. Fótsveppur er sveppasýking í húð sem þarfnast meðhöndlunar með sveppalyfjum gegn fótsvepp. Því fyrr sem þú byrjar meðferð við fótsvepp því fyrr lagast einkennin. Frekari upplýsingar má finna hér á vefsíðunni um hvernig meðhöndla eigi fótsvepp.

Hversu langan tíma tekur meðferð við fótsvepp?

Það fer eftir hvaða meðferð er notuð. Meðferðartími getur verið breytilegur, allt frá einni viku til fjögurra vikna. Einkenni um sýkingu svo sem kláði eða eymsli í húð eiga að lagast eftir að meðferð hefst. Hafðu samband við lækni ef einkenni hafa ekki lagast eftir fjórar vikur.

Get ég æft íþróttir ef ég er með fótsvepp?

Fótsveppur kemur ekki í veg fyrir að þú getir æft íþróttir. Á æfingum er gott að vera í bómullarsokkum og nota sandala í búningsklefum og í sundi. Þvoðu og þurrkaðu fæturna vel eftir æfingu. Þvoðu sokkana í volgu vatni og látið skóna þorna eftir notkun.

Hvernig fyrirbyggi ég fótsvepp í framtíðinni?

Það eru nokkur einföld ráð til að draga úr hættu á að fá fótsvepp. Mikilvægast er að halda fótunum þurrum og hreinum, sérstaklega eftir að hafa verið í almenningssturtum, búningsklefum og sundlaugum eða. Smellið hér til að fá fleiri fyrirbyggjandi ráð.

Top