Einkenni um húðsvepp

Húðsveppasýking einnkennist af rauðum, hreistruðum útbrotum í húð sem mynda einn eða fleiri hringi á húðinni, venjulega á búk, höndum og fótum. Húðsveppasýking kemur yfirleitt fram á hárlausri húð og einkennin geta verið mismunandi eftir því hvar sveppasýkingin er staðsett.

Flestir fá einkenni eins og:

  • Hringlaga flekki á húð með rauðum upphleyptum köntum og ljósari miðju.
  • Hreistraða húð með kláða.
  • Mjög rauða og hreistraða húð í jaðri útbrotanna.
  • Upphleypt útbrot og blöðrur (þetta eru einkenni um slæma húðsveppasýkingu).
  • Margir hringir (þetta eru einkenni um slæma húðsveppasýkingu).
  • Bólgin sár með greftri (þetta eru einkenni um slæma húðsveppasýkingu).

Vissir þú...

...að húðsveppur er skyldur naglsvepp, fótsvepp og sveppasýkingu í nára.

Top