Til að fyrirbyggja húðsvepp

Húðsveppur er fremur óalgeng sýking og smitast venjulega með dýrum. Það eru til nokkur góð ráð til að minnka hættuna á að sýkjast af húðsvepp eða til að koma í veg fyrir að sýkingin breiðist út.

Góð ráð:

  • Tileinka sér góðar hreinlætisvenjur, svo sem að þvo hendur reglulega til að koma í veg fyrir að sýkingin breiðist út og halda sameiginlegum rýmum hreinum (eins og í skólum, leikskólum og búningsklefum).
  • Forðist að koma við sýkt svæði.
  • Forðist raka og hita: leitastu eftir að halda húðinni svalri og þurri og forðastu að svitna mikið.
  • Ef þú átt gæludýr og grunar að húðsveppur sé til staðar skaltu láta dýralækni skoða dýrið og haltu þig fjarri sýktu dýrinu. Húðsveppur í dýrum lýsir sér sem hárlausir flekkir.
  • Forðastu að nota föt af öðrum, handklæði, hárbursta og leyfðu ekki öðrum að nota þínar persónulegu eigur ef þú eða einhver þér nákominn er með húðsvepp.
  • Ef þú eða einhver þér nákominn er með húðsvepp, upplýstu viðkomandi um áhættuna. Útskýrðu hvað þetta er, hvað maður skal hafa í huga og hvernig hægt er að forðast smit.

Húðsveppur er smitandi

Algengast er að húðsveppur berist frá dýrum, en einnig getur sýkingin borist með snertismiti milli manna.

Top