Hvað er húðsveppur?

Húðsveppur (tinea corporis á fræðimáli) er sveppasýking í efsta lagi húðarinnar og orsakast af sveppum af tegund húðsveppa. Húðsveppur einkennist af rauðum hringlaga útbrotum sem myndast á búk, höndum og fótum.

Útbrotin eru einkennandi í útliti, hringlaga og rauðir flekkir eða líta út eins og silfurlitaðir flekkir á húðinni. Útbrotin geta verið hreistruð og valdið kláða og hringirnir stækka yfirleitt á meðan húðin í miðjunni lagast og endurheimtir eðlilegan húðlit.

Húðsveppur er smitandi og getur auðveldlega dreifst með hlutum sem bera smit (t.d. handklæði eða föt) og við snertingu smitaðra einstaklinga og dýra. Í sumum tilfellum getur smit borist með langvarandi snertingu við sýktan jarðveg. Sýkingin getur einnig dreift sér milli líkamshluta. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar um varúðarráðstafanir og hvernig koma megi í veg fyrir útbreiðslu húðsvepps.

Ái! Húðsveppur er sveppasýking í húð

Sveppurinn sem orsakar sveppasýkingu í húð getur borist í líkamann í gegnum skurð á húð eða skaddaða húð.

Top