Meðferð við húðsvepp

Þar sem húðsveppur er sveppasýking í húð er ráðlagt að meðhöndla húðsvepp á líkamanum með sveppaeyðandi kremi. Kremið verkar á sveppinn sem veldur sýkingunni og húðin nær bata. Kremið er auðvelt í notkun, smýgur auðveldlega inn í húðina og dregur úr einkennum. Í erfiðum tilfellum getur meðferð með töflum reynst nauðsynleg.

Allar meðferðir við húðsvepp vinna á undirliggjandi sveppasýkingu. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Til er Canesten krem sem vinnur á sveppasýkingu í húð.

Hvenær er þörf að leita til læknis?

Ef útbrotin ná yfir stórt svæði, ef mikill kláði er til staðar eða ef einkenni hafa ekki lagast eftir tvær vikur skal leita til læknis og fá ráðleggingar varðandi frekari meðferð.

Ef þú ert barnshafandi eða aldraður/öldruð, getur verið að það henti ekki að nota sveppalyf. Leitið ráða hjá lækni varðandi bestu meðferð við húðsvepp.

Athugið!

Mikilvægt er að ljúka meðferð til að tryggja að fullum bata sé náð, þrátt fyrir að einkennin séu ekki lengur til staðar.

Top