Algengar spurningar um húðsvepp

Er húðsveppur smitandi?

Já, húðsveppur er smitandi og getur smitast af gæludýrum og húsdýrum og milli manna. Hér á síðunni er hægt að leita ráða hvernig minnka má hættu á smiti og fyrirbyggja að sýkingin breiðist út.

Hvernig á að meðhöndla húðsvepp?

Húðsveppur er sveppasýking og á að meðhöndla með sveppalyfjum. Ef þú færð útbrot með kláða sem stækka skaltu hafa samband við heilsugæslu. Canesten krem er notað við sveppasýkingu. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar.

Geta dýr fengið húðsvepp?

Já. Ef gæludýrið þitt er með hárlausa bletti getur verið að það sé með húðsvepp. Skoðaðu hvort aðrir í fjölskyldunni og önnur gæludýr á heimilinu séu með einkenni og farðu með gæludýrið til dýralæknis eins fljótt og hægt er. Haltu þig frá dýrum sem kunna að vera sýkt til að forðast smit.

Hvernig fyrirbyggi ég húðsvepp í framtíðinni?

Húðsveppurer smitandi, en til eru góð ráð til að koma í veg fyrir að sýkingin breiðist út og til að forðast endursmit. Sjáðu til dæmis til þess að föt, handklæði og sængurföt séu þvegin reglulega ef einhver er með húðsvepp. Smellið hér til að fá fleiri fyrirbyggjandi ráð.

Top