Hreinlæti

Sveppasýking í húð er ein af tíu algengustu sýkingum í heiminum. Sveppir eru alls staðar umhverfis okkur – í jarðvegi og á gæludýrum og húsdýrum – og þeir eru partur af náttúrulegri flóru. Ákveðnar kringumstæður (svo sem heitt og rakt umhverfi sem skapast við það að klæðast fötum sem þú hefur svitnað í) geta orsakað vöxt sveppa sem valda sveppasýkingum í húð og nöglum. Auk þess eru sveppasýkingar smitandi. Þær geta borist frá einu svæði líkamans til annars. Þær geta einnig smitast á milli einstaklinga með snertingu við húð, fatnaði eða smituðu yfirborði.

Með því að viðhalda góðu hreinlæti getur þú minnkað líkur á sveppasýkingu, komið í veg fyrir endurtekna sýkingu og komið í veg fyrir að smita aðra.

Mikilvægt er að halda húðinni hreinni og þurri. Þú skalt líka fylgja almennum reglum um hreinlæti eins og að þvo líkamann reglulega með sápu og volgu vatni og þurrka alltaf vel á eftir. Klæðstu hreinum fötum og þvoðu föt þín, lök og handklæði reglulega.

Fætur geta verið viðkvæmir fyrir sveppasýkingum svo gott er að hugsa sérstaklega vel um þá til að forðast sveppasýkingu.

Fætur

Eftirfarandi ráð geta dregið úr hættu á endurteknum sveppasýkingum á fótum, svo sem fót- og naglasveppasýkingu:

Skór og sokkar:

 • Forðastu að ganga berfætt(ur) í almenningsbúningsklefum, sturtum og sundlaugum – verndaðu fætur þína með inniskóm eða sandölum.
 • Hentu gömlum skóm, sérstaklega skóm sem notaðir hafa verið á æfingum.
 • Notaðu sveppadrepandi sprey eða duft í skóna þína.
 • Farðu úr skónum heima við og leyfðu fótunum að anda.
 • Þegar þú getur skaltu ganga í sandölum eða skóm úr náttúrulegum efnum eins og leðri og bómull.
 • Vertu í skóm sem eru þægilegir og passa þínum fótum – háir hælar eða þröngir skór geta skaðað vörnina milli naglarinnar og húðarinnar undir, sem gerir sveppnum kleift að komast undir nöglina.
 • Farðu í hreina sokka á hverjum degi og skiptu um sokka ef þú svitnar, til dæmis eftir æfingar.
 • Gakktu í bómullarsokkum eða ullarsokkum frekar en sokkum úr gerviefni.

Fóta- og naglaumhirða

 • Ekki nota sama naglasett fyrir sýktar neglur – kauptu tvö sett til að koma í veg fyrir útbreiðslu til ósýktra nagla.
 • Hugsaðu vel um táneglurnar þínar – haltu þeim snyrtum og hreinum. Táneglur ætti að klippa beint (ekki ávalt eða V-laga).
 • Ráðlegt er að taka eigið naglasett með á snyrtistofuna (skæri, naglaklippur, tangir og önnur verkfæri), eða gakktu úr skugga um að verkfærin séu þrifin og sótthreinsuð á milli viðskiptavina.
 • Berðu reglulega sveppadrepandi krem á fætur þína til að draga úr vexti fótsveppa (vegna þess að sýkingin berst oft þaðan til naglanna).
 • Þurrkaðu fæturna alltaf vel, sérstaklega á milli tánna.

Fyrirbyggðu síendurteknar sveppasýkingar

Líkaminn

 • Þegar þú glímir við sveppasýkingu í húð geta sýktu svæði líkamans verið sár og viðkvæm.
 • Haltu húðinni þurri.
 • Reyndu að halda húðinni kaldri og láttu lofta um hana
 • Sjáðu til þess að húðin sé hrein en forðastu óhóflegan þvott þar sem það ertir húðina.
 • Reyndu að þerra húðina þurra frekar en að nudda – með því að nudda getur þú skaðað húðina og dreift sýkingunni.
 • Það er best að forðast óþægileg föt sem nuddast við húðina. Þau geta ert viðkvæm svæði. Best er að klæðast fötum sem „anda“ og eru úr náttúrulegum efnum svo sem bómull og leðri.

Komdu í veg fyrir útbreiðslu sveppasýkingar

Sveppasýking er mjög smitandi en með góðum hreinlætisvenjum getur þú dregið úr hættunni á smiti til annarra svæða líkamans eða til annarra í kring um þig. Ef þú ert með sveppasýkingu er best að láta fólk sem snertir þig vita, svo það geti verið sérstaklega vakandi sjálft. Hér eru nokkur ráð sem þú getur framfylgt:

 • Þvoðu og þurrkaðu hendurnar eftir að hafa komist í snertingu við sveppasýkingu.
 • Til að forðast útbreiðslu sýkingarinnar ekki lána eða fá lánuð föt, skó, handklæði, lök eða aðra persónulega muni.
 • Mundu að nota ekki sama handklæðið á sýkta svæðið og á önnur svæði líkamans.
Top