Einkenni um bakteríusýkingu í leggöngum

Ef þú hefur aldrei heyrt getið um bakteríusýkingu í leggöngum, ert þú ekki ein um það. Margar konur vita ekki að sýkingar í kynfærum eru oftast af völdum baktería en ekki af völdum sveppa (eins og við sveppasýkingu í kynfærum) og trikomonas (sýking sem berst á milli við samfarir). Bakteríusýking í leggöngum er algengasta tegund sýkingar í leggöngum hjá konum á frjósemisaldri og er af völdum baktería sem raska sýrustiginu í leggöngum.

Flestar fá eftirfarandi einkenni:

  • Vonda lykt sem minnt getur á fiskilykt
  • Vatnskennda útferð
  • Gráhvíta útferð
  • Ofannefnd einkenni minnka eftir samfarir og á meðan tíðablæðingum stendur.

Einstaklingar eru ólíkir og sumar konur með bakteríusýkingu í leggöngum fá engin einkenni. Mundu að bakteríusýking í leggöngum smitast ekki við samfarir og þarf ekki að valda sviða eða óþægindum.

Sveppasýking í kynfærum eða bakteríusýking í leggöngum?

Margar konur rugla bakteríusýkingu í leggöngum við sveppasýkingu en það eru tvær ólíkar gerðir sýkinga með ólík einkenni. Þar sem meðferð við bakteríusýkingu í leggöngum er öðruvísi en meðferð við sveppasýkingu í kynfærum, er mikilvægt að vita hvers konar sýkingu maður er með.

Hvenær á að leita til læknis?

Ef þú ert með bakteríusýkingu í leggöngum í fyrsta sinn eða ef þú ert þunguð áttu að leita til læknis. Það á einnig við ef útferðin hjá þér breytist, eykst eða byrjar að lykta illa. Bakteríusýking í leggöngum getur valdið vandamálum, sérstaklega á meðgöngu og í fæðingu, en með hjálp læknis er hægt að meðhöndla sýkinguna á réttan hátt.

Vissir þú…

…að leggöngin eru venjulega með lágt pH-gildi, þ.e. umhverfið er nokkuð súrt.

Top