Hvað er bakteríusýking í leggöngum?

Bakteríusýking í leggöngum getur hljómað hræðilega en þetta er mjög algeng sýking sem hægt er að meðhöndla. Fáir þú bakteríusýkingu í leggöng ert þú ekki sú eina. Bakteríusýking er algengasta sýkingin í leggöngum kvenna á frjósemisskeiði.

Venjulega er umhverfið í leggöngum súrt, sem hindrar að skaðlegar bakteríur nái að vaxa og er hagkvæmt fyrir gagnlegar bakteríur og mjólkursýrugerla. Ef umhverfið verður basískara (minna súrt) getur vörn slímhimnunnar gegn sýkingum minnkað . Það getur leitt til þess að sýking breiðist út til legs og eggjastokka. Ýmsir þættir geta truflað sýrustigið í slímhúðinni, t.d. sýklalyfjameðferð, of mikill þvottur, lykkjan og sæði. Þegar sýrustigið raskast geta loftfælnar bakteríur vaxið og komið í staðinn fyrir eðlilega mjólkursýrugerla, sem síðan getur leitt til bakteríusýkingar í leggöngum

Þungun og bakteríusýking í leggöngum

Þungun getur leitt til aukningar á skaðlegum bakteríum í kynfærum og leitt til vandamála eins og bakteríusýkingar í leggöngum. Ef þú er þunguð og færð bakteríusýkingu í leggöng skaltu leita ráða hjá lækni um meðferðina. Best er að fara í skoðun þar sem bakteríusýking í leggöngum getur orsakað vandamál eins og:

  • Bólgu í grindarholi
  • Aukna hættu á fósturláti
  • Aukna hættu á fæðingu fyrir tímann

Einhver skrýtin lykt?

Ein af algengustu einkennum bakteríusýkingar í leggöngum er lykt sem oft minnir á „fiskilykt“. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar um önnur einkenni.

Top