Algengar spurningar um bakteríusýkingu í leggöngum

Ég hef aldrei heyrt um bakteríusýkingu í leggöngum. Hvað er það?

Bakteríusýking í leggöngum er algengasta sýkingin í leggöngum kvenna á frjósemisskeiði. Orsökin er yfirleitt röskun á sýrustigi í leggöngum. Ef þú ert þunguð og telur þig vera með bakteríusýkingu í leggöngum skaltu leita til læknis.

Hver eru einkenni bakteríusýkingar í leggöngum?

Einkenni eru breytileg milli kvenna en algeng einkenni sem gott er að vera meðvituð um er einkennileg lykt sem líkist fiskilykt og þunn, gráhvít útferð. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um einkenni bakteríusýkingar í leggöngum.

Ég hef tekið eftir vondri lykt „þarna niðri“ sem fer ekki við þvott – hjálp!

Lykt sem líkist fiskilykt er algengt einkenni bakteríusýkingar í leggöngum og getur lyktin því miður versnað við þvott. Reglulegur þvottur með sápu eða sturtusápu getur breytt sýrustigi í leggöngum og valdið illa lyktandi bakteríusýkingu í leggöngum.

Sveppasýking í kynfærum eða bakteríusýking í leggöngum?

Auðvelt er að rugla bakteríusýkingu í leggöngum við sveppasýkingu í kynfærum þar sem almenn vitneskja um bakteríusýkingu í leggöngum er ekki mikil en staðreyndin er sú að einkenni og orsakir eru mismunandi. Sveppasýking í leggöngum er sýking af völdum sveppa en bakteríusýking í leggöngum er sýking af völdum baktería.

Top