Einkenni sveppasýkingar í kynfærum


Sveppasýking í kynfærum, sem yfirleitt er nefnd sveppasýking í leggöngum (vaginal candidiasis), er algeng sýking af völdum gersveppa. Sveppasýking í kynfærum getur komið upp ef ónæmiskerfið er veiklað eða ef gagnlegar bakteríur í leggöngum ná ekki að halda sveppnum Candida albicans í skefjum. Við slíkar aðstæður getur Candida albicans þrifist vel.

Sveppasýking í kynfærum er ekki kynsjúkdómur. Sveppasýkingar geta verið mjög hvimleiðar, en yfirleitt er auðvelt að meðhöndla þær.


Einstaklingar eru ólíkir og einkenni þín geta verið frábrugðin einkennum annarra. Jafnframt geta einkennin verið mismunandi í hvert skipti sem þú færð sveppasýkingu, svo þú þarft að vera vakandi fyrir því.

 

Flestar fá einkenni, svo sem:

 • Kláða í kynfærum
 • Sviða umhverfis leggangaop (sköp)
 • Vægan þrota á skapabörmum
 • Hvíta útferð sem líkist kotasælu

Önnur einkenni sem geta komið fram eru:

 • Verkur við samfarir.
 • Þykk útferð.
 • Rauðir og þrútnir skapabarmar.
 • Verkur við þvaglát.
 • Sár á svæðinu umhverfis leggöng.
 • Sprungin húð umhverfis leggangaop.

Þú þarft að leita til læknis ef:

 • Þú ert með einkenni sveppasýkingar í fyrsta skipti.
 • Þú færð oft sveppasýkingu eða ef hún kemur aftur innan 2 mánaða.
 • Þér líður ekki betur eða ef þér líður verr eftir 7 daga.
 • Þú ert þunguð eða með barn á brjósti.
 • Þú ert 12-15 ára eða ert á breytingaskeiðinu.
 • Þú ert yngri en 12 ára (þar sem börn yngri en 12 ára eiga ekki að nota Canesten).
 • Þú ert með hita, kuldahroll, vanlíðan eða ógleði.
 • Þú ert með illa lyktandi eða óeðlilega útferð.
 • Þú ert með kviðverki.
 • Þú hefur áður fengið ofnæmisviðbrögð við öðrum sveppalyfjum.
 • Þú ert með verk í herðum eða baki.
 • Þú ert með blæðingar frá kynfærum.

Sveppasýking eða bakteríusýking í leggöngum (bacterial vaginosis)?

Bakteríusýkingu í leggöngum er oft ruglað saman við sveppasýkingu. Þetta eru ólíkar sýkingar með mismunandi einkenni. Þar sem meðferð við sveppasýkingu er önnur en við bakteríusýkingu er mikilvægt að vita um hvora sýkinguna er að ræða.

Sveppasýking í kynfærum?

„Sveppasýking í kynfærum“ eða „sveppasýking í leggöngum“ eða stundum bara „sveppasýking“. Til eru mörg nöfn yfir sömu sýkinguna. Læknisfræðilega heitið er „vaginal candidiasis“.

 

Top