Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sveppasýkingu í kynfærum

Ef þú færð endurteknar sveppasýkingar í kynfærum getur þú gert ýmsar breytingar á lífsháttum þínum sem geta aðstoðað við að koma í veg fyrir að sýkingin taki sig upp á ný.

Ráðleggingar sem geta dregið úr hættu á sveppasýkingu í kynfærum:

  • Forðastu streitu
  • Lifðu heilbrigðu lífi - hugsaðu um að hreyfa þig og fá nægan svefn
  • Skiptu oft um tíðatappa og bindi
  • Ekki þvo kynfærasvæðið of oft – einu sinni á dag með volgu vatni er yfirleitt nóg
  • Forðastu rök undirföt – skiptu eftir bað og líkamsrækt

3 af hverjum 4…

Sveppasýking í kynfærum er mjög algeng. 3 af hverjum 4 konum fá slíka sýkingu einu sinni á ævinni hið minnsta.

Góðar hreinlætisvenjur

Venjuleg sápa og sturtusápa geta innihaldið ilmefni sem erta kynfærasvæðið.

Sum föt geta aukið líkur á sveppasýkingu í kynfærum

  • Forðist undirföt úr gerviefnum, notið bómullarföt.

Top