Hvað er sveppasýking í kynfærum?

Sveppasýking í leggöngum (vaginal candidiasis) er algeng sýking af völdum gersveppa sem veldur bólgu í leggöngum. Við eðlilegt ástand eru bæði sveppir og bakteríur í leggöngum, en ef gersveppnum Candida albicans fjölgar getur hann valdið sveppasýkingu í leggöngum. Sveppnum getur fjölgað ef ónæmiskerfið er veiklað eða ef gagnlegar bakteríur (mjólkursýrubakteríur) ná ekki að halda honum í skefjum.

Líkur á sveppasýkingu í kynfærum aukast við vissar aðstæður:

  • Á meðgöngu
  • Eftir sýklalyfjameðferð
  • Við sykursýki
  • Rétt fyrir tíðablæðingar
  • Við notkun getnaðarvarnartaflna
  • Arfgengir þættir

3 af hverjum 4…

Sveppasýking í kynfærum er mjög algeng. 3 af hverjum 4 konum fá slíka sýkingu einu sinni á ævinni hið minnsta.

Hverjar fá sveppasýkingu?

Sveppasýking í kynfærum er algeng sýking – um 75% kvenna fá hana a.m.k. einu sinni á ævinni og margar konur fá endurteknar sýkingar.

Ef þú heldur að þú sért með sveppasýkingu en hefur aldrei fengið slíka sýkingu áður, skaltu leita til læknis. Þegar þú hefur lært að þekkja einkennin getur þú meðhöndlað sveppasýkinguna sjálf.

Sveppasýking í kynfærum og meðganga

Á meðgöngu er eðlilegt að hormónajafnvægið breytist og hafi áhrif á líkamann. Auknar líkur eru á sveppasýkingu á meðgöngu. Það stafar af hormónabreytingum í líkamanum.

Ef þú færð sveppasýkingu á meðgöngu eða meðan þú ert með barn á brjósti skaltu ræða við lækni áður en þú notar lyf.

Top