Meðferð við sveppasýkingu í kynfærum

Ef þú hefur áður fengið sveppasýkingu og þekkir dæmigerð einkenni hennar getur þú keypt lyf án lyfseðils í apóteki sem eru einföld í notkun. Fyrst er ráðlegt að reyna lyf til staðbundinnar notkunar, sem fást án lyfseðils.

Canesten er lyf til staðbundinnar notkunar við sveppasýkingu í kynfærum, sem fæst án lyfseðils. Þú getur valið um skeiðartöflu og/eða krem. Öll þessi lyf verka á sýkinguna, en það er einstaklingsbundið hvaða lyfjaform hentar best.

Flestar konur fá sýkingu bæði í leggöng og utan þeirra. Því getur verið gott að nota samsetta meðferð með bæði skeiðartöflu sem sett er í leggöng og kremi sem borið er á húðina umhverfis leggöngin.

Smelltu hér til að sjá allar vörur okkar.

Ef þú þarft meiri aðstoð getur starfsfólk í apóteki eða læknir hjálpað þér að velja þá meðferð sem hentar þér best.

Ertu með sveppasýkingu í fyrsta sinn?

Leitaðu til læknis í fyrsta sinn sem þú færð sveppasýkingu í kynfærum – þannig færðu rétta greiningu og lærir að þekkja einkennin ef þau koma upp síðar.

Sveppasýking í leggöngum eða bakteríusýking í leggöngum (bacterial vaginosis)?

Bakteríusýkingu í leggöngum er oft ruglað saman við sveppasýkingu. Þetta eru ólíkar sýkingar með mismunandi einkenni. Þar sem meðferð við sveppasýkingu í leggöngum er önnur en við bakteríusýkingu er mikilvægt að vita um hvora sýkinguna er að ræða.

Top