Algengar spurningar um Sveppasýkingu í kynfærum

Mig klæjar, er ég með sveppasýkingu í kynfærum?

Kláði er algengt einkenni sveppasýkingar í kynfærum, svo þú gætir haft rétt fyrir þér. Skoðaðu lýsingar á einkennum til að athuga hvort þú ert með einhver önnur algeng einkenni.

Ég hef heyrt að hafi maður einu sinni fengið sveppasýkingu í kynfærum taki hún sig alltaf upp aftur. Hvernig get ég komið í veg fyrir það?

Þó þú hafir einu sinni fengið sveppasýkingu í kynfærum er ekki víst að þú fáir hana aftur. Hins vegar er hægt að gera einfaldar breytingar á lífsháttum sem geta hjálpað til við að koma í veg fyrir sveppasýkingu í kynfærum. Þú ættir til dæmis ekki að þvo kynfæri of oft, einu sinni á dag er oftast nóg. Skiptu um undirföt eftir líkamsrækt. Smelltu hér til að fá fleiri ráð um hvernig hægt er að koma í veg fyrir sveppasýkingu í kynfærum.

Hvernig á að meðhöndla sveppasýkingu í kynfærum?

Við fyrstu sveppasýkingu í kynfærum á að leita læknis til að fá rétta meðferð. Ef þú hefur áður fengið sveppasýkingu í kynfærum og þekkir einkennin getur þú sjálf meðhöndlað sýkinguna. Smelltu hér til að sjá allar vörur okkar.

Getur sveppasýking í kynfærum smitast við samfarir?

Sveppasýking í kynfærum er ekki kynsjúkdómur, en sveppagróin geta flust á milli við samfarir við annan einstakling (karl eða konu). Hins vegar er ekki öruggt að það leiði til sýkingar, en það er meðal annars háð samsetningu bakteríuflórunnar. Ef maki þinn er með einkenni svo sem kláða eða roða á að leita læknis til að fá meðferð ef nauðsynlegt er.

Fæ ég sveppasýkingu í kynfærum af því að taka sýklalyf?

Það er ekki öruggt. Einstaklingar eru ólíkir, en u.þ.b. ein af hverjum þremur konum sem taka sýklalyf fær sveppasýkingu í kynfærum. Talið er að sýklalyfin fækki góðum bakteríum í leggöngum, þannig að sveppurinn Candida albicans geti vaxið, en það getur leitt til gersveppasýkingar í leggöngum.

Eru einhver lyf við sveppasýkingu í kynfærum betri en önnur?

Allar meðferðir sem við bjóðum gegn sveppasýkingu í kynfærum eru jafnvirkar. Einstaklingum henta þó ólík lyfjaform og því bjóðum við nokkrar mismunandi vörur, bæði skeiðartöflur og krem til innvortis og útvortis notkunar, svo allir geti fundið meðferð við sitt hæfi. Smelltu hér til að sjá allar vörur okkar.

Top