Vörur

Meðhöndlun sveppasýkinga á kynfærasvæði

Canesten skeiðartafla - dagsmeðferð

Canesten skeiðartafla - dagsmeðferð

Skeiðartafla er staðbundin meðferð sem notuð er við sveppasýkingu í leggöngum. Canesten skeiðartafla inniheldur klótrímazól og mjólkursýru. Kosturinn við mjólkursýruna er að hún stuðlar að því að endurheimta eðlilega flóru í leggöngum.

Skeiðartöflunni er komið fyrir djúpt í leggöng, með eða án stjöku, einu sinni að kvöldi. Best er að liggja á bakinu og draga að sér fæturna. Í fylgiseðlinum er lýst með myndum hvernig auðveldast er að gera þetta. Þungaðar konur ættu ekki að nota stjöku.

Lesið alltaf fylgiseðilinn fyrir notkun.

Frekari upplýsingar um lyfið er að finna á serlyfjaskra.is.

Canesten skeiðarkrem 50 g

Canesten skeiðarkrem 50 g

Sumum hentar betur að meðhöndla sveppasýkinguna með skeiðarkremi.

Pakkningin inniheldur Canesten 50 g skeiðarkrem og 6 einnota skeiðarstjökur.

Stjakan er fyllt af skeiðarkremi á eftirfarandi hátt:

  1. Dragið arm stjökunnar út eins langt og hægt er.
  2. Opnið túpuna. Setjið stjökuna á stút túpunnar. Haldið stjökunni þétt að túpunni og kreistið túpuna varlega þar til stjakan er full.
  3. Fyllt stjakan er tekin af túpunni og þrýst varlega eins langt upp í leggöng og hægt er, best er að liggja á bakinu og draga að sér fæturna. Tæmið stjökuna með því að þrýsta armi stjökunnar alveg inn.
  4. Fleygið stjökunni eftir notkun.

Fylla á stjökuna af Canesten skeiðarkremi og setja djúpt í leggöng 6 kvöld í röð.

Þungaðar konur ættu að nota skeiðartöflur eða hylki sem hægt er að færa inn með fingrunum, þar sem stjakan getur ert leghálsinn.

Canesten skeiðarkrem er lyktarlaust og litar ekki nærföt.

Lesið alltaf fylgiseðilinn fyrir notkun.

Inniheldur klótrímazól.

Frekari upplýsingar um lyfið er að finna á serlyfjaskra.is.

Frekari upplýsingar

Canesten er notað til meðferðar við kynfærasýkingum af völdum örvera sem eru næmar fyrir klótrímazóli, t.d. gersveppa (Candida albicans).

Varnaðarorð og varúðarreglur: Canesten er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Börn 12-15 ára og konur eftir tíðahvörf eiga að hafa samband við lækni áður en þær nota Canesten til að útiloka aðrar ástæður fyrir einkennum. Þegar einkenni um sýkingu koma fram í fyrsta sinn og við sýkingar með almennum einkennum, svo sem hita og kviðverkjum, á að leita læknis til sjúkdómsgreiningar. Canesten skeiðarkrem inniheldur hjálparefnið cetosterýlalkóhól sem getur valdið húðviðbrögðum.

Meðganga: Gæta skal varúðar við notkun Canesten á meðgöngu, sérstaklega á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar og eingöngu nota það að læknisráði.

Brjóstagjöf: Notkun Canesten meðan á brjóstagjöf stendur skal einungis íhuga ef vænta má að ávinningur móðurinnar sé meiri en hættan fyrir barnið.

Aukaverkanir: Sjaldgæfar (koma fram hjá færri en 1 af hverjum 100) útbrot, sviðatilfinning, erting, óþægindi.

Frábending: Ofnæmi fyrir klótrímazóli eða einhverju hjálparefnanna.

Þessar upplýsingar voru teknar saman 10. maí 2016.

Top