Einkenni um þurrk í slímhúð kynfæra

Ef þú ert með vandamál tengd þurrki í slímhúð kynfæra, getur þú verið viss um að þú ert ekki ein um það. Allt að helmingur kvenna glímir við slíkan vanda nokkrum sinnum á ævinni. Slímhúðin þornar þegar framleiðsla á náttúrulegu sleipiefni í leggöngum, sem venjulega heldur leggöngunum rökum, minnkar. Þurrkur í kynfærum er algengur um og eftir tíðahvörf en getur komið fyrir hjá konum á öllum aldri.

Flestar fá einkenni eins og:

  • Sviða, eymsli eða verki inni í leggöngum eða neðri hluta legganganna.
  • Kláða, sviða eða eymsli í kringum leggangaop (sköp).
  • Verki við samfarir, ásamt vægri blæðingu.
  • Ítrekaðar þvagfærasýkingar.
  • Tíð þvaglátsþörf.

Hvenær þarftu að leita til læknis?

Ef þurrkur í slímhúð kynfæra hefur áhrif á lífsstíl þinn, sambönd þín eða kynlíf, skaltu ræða við lækni um einkenni og fá rétta meðferð – þurrkur í slímhúð þarf ekki að há þér í daglegu lífi, sama hversu gömul þú ert.

Vissir þú að…

Konur á öllum aldri fá þurrk í slímhúð kynfæra, ekki aðeins konur sem eru á breytingaskeiði. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um þurrk í slímhúðum

Top