Hvað er þurrkur í slímhúð kynfæra?

Þurrkur í slímhúð kynfæra er algengt vandamál sem hefur áhrif á allt að helming allra kvenna, sérstaklega þær sem eru á breytingaskeiði eða sem fara snemma á ævinni í tíðahvörf. Kvenhormónið estrógen stjórnar framleiðslu á náttúrulegu sleipiefni. Þegar estrógenframleiðsla minnkar eykst hættan á þurrki í leggöngum.

Venjulega framleiða kirtlar í leghálsi náttúrulegt sleipiefni sem viðheldur raka í leggöngunum. Þetta náttúrulega sleipiefni rennur niður leggöngin og hjálpar til að viðhalda hreinu og heilbrigðu umhverfi. Smávegis af hvítri útferð er merki um heilbrigði – leggöngin sjá um að halda sér rökum og hreinum.

Tíðahvörf

Tíðahvörf er sá tími í lífi kvenna þegar egglos hættir. Því hætta tíðablæðingar og ekki er lengur möguleiki á að verða þunguð. Konur eru að meðaltali 51 árs þegar þær fara í tíðahvörf. Sumar konur fara þó fyrr í tíðahvörf og enn aðrar síðar.

Tíðahvörf eru náttúruleg minnkun á estrógenframleiðslu. Estrógen stjórnar venjulega tíðablæðingum og því hætta blæðingar þegar þú kemst í tíðahvörf. Minnkun estrógens veldur því að líkaminn breytist og slímhúðin þornar.

Ef þú ert ekki komin á breytingaskeiðið, geta ástæður þurrks í slímhúð verið vegna þess að:

  • Þú færð ekki nægilega kynferðislega örvun við forleiknum
  • Þú notar sápu eða sturtusápu með ilmefnum
  • Þú tekur lyf sem geta valdið þurrki í leggöngum
  • Þú ert með barn á brjósti (ert með lág estrógengildi)
  • Leg og/eða eggjastokkar hafa verið fjarlægð
  • Þú hefur undirgengist krabbameinslyfjameðferð

Ef þú ætlar að leita læknis til að ræða um þurrk í slímhúð kynfæra, veltu fyrir þér þáttunum hér að ofan og hvað á við um þig svo að læknirinn geti fundið bestu leiðina til að meðhöndla einkenni þín.

Frekari upplýsingar?

Smelltu á ”Upplýsingar fyrir konur” til að lesa þér til um tíðahvörf.

Top