Algengar spurningar um þurrk í slímhimnu kynfæra

Hvaða tenging er á milli tíðahvarfa og þurrks í slímhúð kynfæra?

Þegar estrógen í líkamanum minnkar vegna tíðahvarfa aukast líkurnar á þurrki í slímhúð legganga. Ástæðan er að minnkun á estrógeni veldur því að slímhúðin í leggöngunum þynnist og leghálsinn framleiðir minna slím. Lestu þér meira til um tíðahvörfin hér.

Ég er ekki komin á breytingaskeiðið en er samt með þurrk í slímhúð legganganna. Er það eðlilegt?

Já, þurrkur í leggöngum kemur fyrir hjá konum á öllum aldri, jafnvel fyrir tíðahvörf. Ástæðurnar geta verið notkun lyfja, að þú fáir ekki næga kynferðislega örvun eða gefir þér ekki nógu góðan tíma í forleik fyrir samfarir. Þú getur lesið þér meira til um ástæður þess hér.

Get ég notað einhvers konar sleipiefni sem hjálpa til við þurrk í slímhúð kynfæra?

Best er að nota efni sem sérstakelga eru gerð fyrir þurrk í slímhúð kynfæra þar sem þau gefa raka og verja slímhúðina.

Hvernig get get komið í veg fyrir þurrk í slímhúð kynfæra?

Sama hver aldur þinn er þarf þurrkur í slímhúð kynfæra ekki að trufla þig dags daglega. Til eru ráð sem þú getur notað til að koma í veg fyrir þetta ástand. Hafðu samband við lækni til að ræða mismunandi úrræði. Þú skalt ekki nota lykteyðandi vörur á kynfærin og notaðu sleipiefni við samfarir. Fáðu fleiri ráð hér.

Top