Einkenni þvagfærasýkingar

Blöðrubólga er læknisfræðilegt heiti á bólgu í þvagblöðru (sem yfirleitt orsakast af sýkingu eða ertingu). Þvagfærasýking verður þegar bakteríurnar fara inn í þvagleiðara og upp í þvagblöðruna. Þegar sýkingin er eingöngu í þvagleiðara og þvagblöðru kallast hún blöðrubólga. Ein af hverjum þremur konum fá blöðrubólgu að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Einkenni þvagfærasýkingar geta verið mismunandi, allt frá smá óþægindum til mjög mikilla óþæginda en yfirleitt er auðvelt að meðhöndla hana. Til eru fyrirbyggjandi ráð gegn blöðrubólgu sem þú getur reynt.

Flestir fá einkenni eins og:

 • Sviða eða verk við það að tæma blöðruna
 • Tíð þvaglát
 • Tilfinning um að blaðran tæmist ekki

Þessi einkenni eru ekki óvenjuleg en eru merki um alvarlega sýkingu.

 • Mjög sterklyktandi þvag
 • Gruggugt eða dökkt þvag
 • Blóð í þvagi
 • Verkir í búk eða hrygg
 • Hiti og slappleiki

Þú skalt leita til læknis ef:

 • þú ert með einkenni um þvagfærasýkingu í fyrsta skipti
 • þú ert með einhver af þeim alvarlegu einkennum sem talin eru upp að ofan
 • þú færð þvagfærasýkingu mörgum sinnum á ári
 • þú ert þunguð og hefur grun um að þú sért með þvagfærasýkingu skaltu alltaf leita til læknis
 • grunur leikur á þvagfærasýkingu, þá skal alltaf leita til læknis

Blöðrubólga eða þvagfærasýking?

Blöðrubólga eða þvagfærasýking er oft notað yfir sama hlutinn er er þó ekki endilega það sama. Smeltu hér til að fá frekari upplýsingar.

Top