Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn þvagfærasýkingu.

Það besta sem þú getur gert til að fyrirbyggja þvagfærasýkingu er að drekka mikið vatn. Ef þvagið er ljósgult drekkur þú nóg. Dökkt þvag þýðir að þú þarft að drekka meira. Mundu að drekka sex til átta glös af vatni á hverjum degi eða jafnvel meira ef það heitt úti eða ef þú hefur verið að reyna á þig.

Góðar hreinlætisvenjur

Góðar hreinlætisvenjur draga úr líkum á að bakteríur komist upp í þvagrásina og í þvagblöðruna og hjálpa við að koma í veg fyrir þvagfærasýkingu.

  • Skiptu oft um túrtappa og dömubindi
  • Þvoðu kynfæri með volgu vatni og notaðu vörur án ilmefna
  • Þurrkaðu þér framan frá og aftur þegar þú ferð á klósettið.

Kynlíf og þvagfærasýking

Ef þú hefur samfarir geta eftirfarandi varúðarráðstafanir hjálpað til að koma í veg fyrir endurteknar sýkingar:

  • Tæmdu þvagblöðruna alveg eftir samfarir.
  • Forðastu að hafa samfarir fyrr en þú hefur jafnað þig af sýkingu.
  • Íhugaðu að skipta út getnaðarvörn ef þú notar hettu.
Top