Hvað er þvagfærasýking?

Blöðrubólga er læknisfræðilegt heiti bólgu í þvagblöðru. Ein af hverjum þremur konum fá blöðrubólgu að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Tilfinning um að þú þurfir að tæma blöðruna oftar en venjulega og óþægindi eða verkir við blöðrutæmingu eru tvö helstu einkenni þvagfærasýkingar.

Venjulega ætti ekki að vera vont að tæma blöðruna og þvagið á að vera ljósgult á litinn. Magn þvags er mismunandi allt eftir hversu mikils matar og drykkjar er neytt en í mildu loftslagi er venjulegt að losa sig við 0,8 til 2,5 lítra á dag.

Blöðrubólga er venjulega vegna bakteríusýkingar en ástæðan getur einnig verið áverki eða erting í blöðrunni (blöðrubólga án sýkingar). Það er ýmislegt sem veldur bólgu. Ef þú færð þvagfærasýkingu oft, getur því verið hjálplegt að færa dagbók yfir óþægindin til að reyna að átta sig betur á hvað veldur.

Ástæður sem geta valdið þvagfærasýkingu (blöðrubólgu vegna bakteríusýkingar):

  • Blaðran tæmist ekki alveg við þvaglát.
  • Notkun hettu.
  • Rangt farið að við að þurrka sér eftir klósettferðir (þurrka skal framan frá og aftur).
  • Samfarir án þess að þvagblaðran sé tæmd á eftir.

Ástand sem leitt getur til ertingar eða áverka í blöðru (blöðrubólga án sýkingar):

  • Hormónabreytingar, t.d. breytingaskeiðið.
  • Þurrkur
  • Ýmis efni og lyktarefni í sápu.
  • Notkun þvagleggs.

Þyrst?

Vökvi er líkamanum nauðsynlegur. Alla jafna nægir að drekka 1,5 til 2 lítra af vökva á dag, en á heitum dögum getur þurft meira magn.

Top