Algengar spurningar um þvagfærasýkingu

Mig svíður þegar ég pissa – er það þvagfærasýking?

Sviði eða brunatilfinning þegar blaðran er tæmd getur verið eitt af einkennum þvagfærasýkingar en einnig eru önnur einkenni sem þú skalt líka vera vakandi fyrir. Ef þvagið er dökkt, gruggugt eða lyktar mikið, eða ef það er blóð í þvaginu getur það verið merki um alvarlega sýkingu. Leitaðu læknis ef þú ert í vafa um hvort þú sért með þvagfærasýkingu eða ekki. Smelltu hér til að vita strax meira um önnur einkenni þvagfærasýkingar.

Er þvagfærasýking og blöðrubólga það sama?

Þvagfærasýking og blöðrubólga eru oft notuð yfir sama hlutinn, en eru þó ekki návkæmlega það sama. Þvagfærasýking er blöðrubólga af völdum bakteríusýkingar, en jafnframt er hægt að fá blöðrubólgu án sýkingar. Blöðrubólga nær því yfir allar gerðir bólgu í þvagblöðru, bæði vegna bakteríusýkingar og bólgu án sýkingar.

Hver er meðferðin við þvagfærasýkingu?

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú ert með þvagfærasýkingu, skalt þú leita læknis til að fá rétta meðferð. Venjuleg meðferð er stutt meðferð með sýklalyfjum en þvagfærasýking getur einnig lagast af sjálfu sér, án meðferðar.

Hvernig get ég komið í veg fyrir þvagfærasýkingu í framtíðinni?

Ein besta leiðin til að fyrirbyggja þvagfærasýkingu er að drekka nóg af vatni og pissa reglulega. Smelltu hér til að fá fleiri ábendingar um hvernig má fyrirbyggja þvagfærasýkingu.

Get ég stundað kynlíf þegar ég er með þvagfærasýkingu?

Best er að forðast samfarir þar til þú ert orðin góð af þvagfærasýkingunni. Ef þú stundar samt sem áður kynlíf getur verið gott að tæma blöðruna alveg eftir samfarir og hugsanlega að skipta um getnaðarvörn ef þú notar hettu, þar sem hún getur leitt til tíðari þvagfærasýkinga.

Top