Hreinlæti kvenna – Þrif á kynfærasvæði

Margar konur þrífa kynfærasvæði á sama hátt og aðra hluta líkamans. Hins vegar þarfnast kynfærasvæðið annarra hreinlætisvenja vegna þess að það er viðkvæmara.

Leggöngin hafa lágt pH gildi (eru súr) sem er ákjósanlegt umhverfi fyrir gagnlegar bakteríur (til dæmis lactobacilli) og heldur slæmum bakteríum í skefjum. Ef þú temur þér góðar hreinlætisvenjur á kynfærasvæðinu geturðu komið í veg fyrir röskun á sýrustiginu og þannig haldið ýmsum sýkingum í skefjum, til dæmis bakteríusýkingu í leggöngunum.

Þvottur/hreinlæti

Kynfærisvæði kvenna er einstakt. Með því að nota sterka sápu eða hreinlætisvörur sem þú notar vanalega á önnur svæði líkamans geta komið upp ýmis vandamál eins og til dæmis vond lykt, þurrkur eða endurteknar sýkingar vegna raskana á sýrustigi legganganna og kynfærasvæðisins. Leggöngin hreinsa sig sjálf með náttúrulegu sleipiefni svo besta ráðið er að þvo kynfærasvæðið einu sinni á dag með volgu vatni og mildum, lyktarlausum sápum.

Þvoðu og þurrkaðu þér alltaf vel, sérstaklega eftir æfingar. Skiptu um nærbuxur eftir sund og æfingar til að halda svæðinu hreinu og koma í veg fyrir óþægindi.

Útferð

Það er fullkomlega eðlilegt að framleiða glæra eða hvíta útferð. Kirtlarnir í leghálsinum framleiða náttúrulegt sleipiefni til að halda kynfærunum rökum. Þetta náttúrulega sleipiefni ferðast niður leggöngin og hjálpar til við að viðhalda hreinu og heilbrigðu umhverfi. Útferð er náttúruleg leið líkamans til að hreinsa leggöngin og er merki um heilbrigð kynfæri.

Útferð á ekki að lykta illa eða valda kláða eða sársauka. Ef útferð breytir um lit eða þykknar getur verið um sýkingu að ræða og þú skalt hafa samband við lækni. Engar tvær konur eru eins og því getur verið að líkami þinn myndi meiri eða minni útferð samanborið við aðrar konur. Líkami þinn getur einnig myndað mismikla útferð eftir því hvar þú ert staðsett í tíðahringnum. Til dæmis getur útferð aukist stuttu fyrir blæðingar og og á sama tíma getur útferðin verið þykkari.

Kynlíf og hreinlæti

Eftir kynlíf skaltu tæma þvagblöðruna. Ef þú framfylgir þessari varúðarráðstöfun getur þú losað þig við ýmsar bakteríur sem gætu hafa komist í þvagrásina og þannig komið í veg fyrir þvagfærasýkingu. Og mundu – þegar þú ferð á snyrtinguna, skaltu þurrka frá framhlið að bakhlið til að koma í veg fyrir útbreiðslu baktería.

Top